Innlent

Ásdís Hjálms útskrifaðist með hæstu einkunn sem hefur verið gefin

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari útskrifaðist úr Háskóla Íslands í dag með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í meistaranámi í lyfjafræði. Hún segir lykilinn að árangri vera skipulagning og að hafa gaman af því sem þú ert að gera.

Hátt í fimm hundruð kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í dag af öllum fimm fræðasviðum skólans.

Á meðal kandídata var Ásdís Hjálmsdóttir sem útskrifaðist með meistarapróf í lyfjafræði og hlaut þar hreina tíu á lokaverkefni sínu sem er hæsta einkunn sem gefin hefur veriðí náminu. Ásdís er einnig spjótkastari og ein fremsta frjálsíþróttakona landsins og er á leið á ólympíuleikana í London í ágúst. Hún segir árangurinn hafa krafist gríðarlegrar vinnu en allt hafi gengið upp að lokum.

„Það er náttúrlega númer eitt tvö og þrjú að hafa gaman af því sem þú ert að gera og svo þarf maður að geta skipulagt sig. Ég var bara að læra þegar ég var ekki á æfingum, maður lætur þetta ganga ef maður ætlar að gera það," segir Ásdís.

Næst á dagskrá eru stífar æfingar fyrir ólympíuleikana en svo stefnir Ásdís á doktorsnám í lyfjafræði.

„Það er um að gera, af því að ég er ekki að fara á vinnumarkaðinn strax, að halda sér við og bara halda áfram að læra."

Fjölskyldan var að vonum ánægð með árangur Ásdísar og segir móðir hennar þetta ekki hafa komið sér sérlega á óvart.

„Hún bara tekur þetta og skipuleggur daginn þannig að hún kemst yfir það. Ef þetta er ekki fyrirmynd þá veit ég ekki hvað," segir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.