Viðskipti innlent

Ragna Árnadóttir ráðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragna Árnadóttir er orðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Ragna Árnadóttir er orðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðin sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Ráðning hennar er hluti af skipulagsbreytingum fyrirtækisins. Þær fela í sér að starfsmannasvið og upplýsingasvið muni nú tilheyra skrifstofu forstjóra og vera undir stjórn Rögnu. Á skrifstofu forstjóra eru nú staðsettar allar stoðdeildir fyrirtækisins sem annast úrvinnslu sameiginlegra mála fyrirtækisins. Ragna hefur starfað sem skrifstofustjóri hjá Landsvirkjun um skeið.

Þá hefur Sturla Jóhann Hreinsson verið ráðinn starfsmannastjóri Landsvirkjunar og hefur þegar hafið störf. Sturla Jóhann er með M.Sc/Cand.Psych í vinnusálfræði frá Aarhus University í Danmörku og BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Sturla Jóhann hefur undanfarin tvö ár starfað sem framkvæmdastjóri Storðar ehf. sem hefur í samstarfi við Hagvang veitt ráðgjöf með áherslu á mannauðs- og rekstrarmál.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,79
23
428.425
EIM
1,09
6
15.650
TM
0,77
2
4.573
MAREL
0,51
14
430.537
SYN
0,36
1
3.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,54
4
1.619.144
ICEAIR
-1,48
11
59.944
KVIKA
-1,36
10
84.287
ICESEA
-1,1
7
29.031
EIK
-1,02
1
12
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.