Viðskipti innlent

Hagnast um 66% á kaupum ríkisbréfa með aflandskrónum

Greining Arion banka hefur sett upp ímyndað dæmi um hvernig hægt er að hagnast um 66% með því að kaupa íslensk ríkisskuldabréf með aflandskrónum. Slíkt er hægt samkvæmt gjaldeyrishöftunum.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru í dag um 200 milljarðar aflandskróna inn á svonefndum VOSTRO reikningum erlendra bankastofnanna. Þar að auki eru 200 milljarðar bundnir í íslenskum ríkisskuldabréfum og húsbréfum. Þetta kom fram í fréttum visir.is og Stöðvar 2 í gærdag.

„Aflandsgengi evru stendur í dag í kringum 258/288 (kaup/sala) kr. en gengið hefur hækkað nokkuð síðustu misseri en það fór lægst í 200 kr. sumarið 2010. Hér verður látið liggja á milli hluta um hversu marktækt aflandsgengið er og hvort hægt sé að eiga viðskipti á umræddu gengi. Erlendur aðili sem kaupir aflandskrónur á genginu 260 (gagnvart evru) má kaupa íslensk ríkisskuldabréf - í gegnum erlendan banka," segir í Markaðspunktum greiningarinnar.

Dæmi greiningarinnar er eftirfarandi: Gert er ráð fyrir að fjárfestir kaupir aflandskrónur fyrir 100 evrur og kaupir HFF14 (Húsbréfaflokkur sem rennur út árið 2014, innsk. blm.) fyrir þá fjárhæð. Til einföldunar er hér gert ráð fyrir því að fjárfestingin eigi sér stað 16. mars 2011 og hér er horft framhjá ávöxtunarkröfu HFF14 og hún því sett jafnt og núll. Út frá þessu einfalda dæmi myndi slík fjárfesting skila ávöxtun upp á 66% í evrum.

Í skrefi eitt kaupir fjárfestir aflandskrónur fyrir evrur sem síðan eru notaðar í skrefi tvö til að kaupa HFF14. Í skrefi þrjú eru krónur seldar á gjaldeyrismarkaði þegar greiðslur berast en síðasta greiðslan á sér stað 15. september 2014. Fjárfestir sem átti eina evru í upphafi tímabils á 1,656 evrur í lok tímabilsins (forsenda: gengi evru gagnvart krónu 157).Tengdar fréttir

Leita til EFTA vegna innflutnings á aflandskrónum

Hæstréttur hefur samþykkt að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna innflutnings á aflandskrónum til landsins. Um 200 milljarðar króna eru núna á reikningum í útlöndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
2,75
23
450.310
REGINN
2,19
14
342.698
ICEAIR
2,1
26
150.345
HAGA
2,02
5
64.712
SKEL
1,62
5
101.370

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,83
5
1.252.011
ARION
-0,66
11
179.834
KVIKA
-0,48
2
4.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.