Innlent

„Ég var hræddur um að maðurinn myndi meiða mömmu“ - Bréfið allt

Drengurinn er 13 ára en yngri hálfsystur hans eru 3, 4 og 6 ára gamlar
Drengurinn er 13 ára en yngri hálfsystur hans eru 3, 4 og 6 ára gamlar Mynd úr safni

„Mér leið ekki vel í skólanum og ég var hræddur að maðurinn myndi meiða mömmu. Ég sendi henni alltaf sms á daginn til að vita hvort hún væri ok," segir 13 ára drengur í bréfi sem hann hefur sent öllum þingmönnum.

Móðir drengsins tapaði í liðinni viku dómsmáli gegn föður þriggja dætra sinna. Móðirin var gift manninum og bjuggu þau saman í Danmörku, ásamt dætrunum og syni konunnar. Í dómnum kemur fram að hún segir manninn hafa beitt sig og börnin bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Því hafi hún ekki átt annarra kosta völ en að flýja til Íslands. Niðurstaða dómsins var sú að hún eigi að virða rétt föður stúlknanna til að hitta þær.

„Hann var búinn að beita okkur ofbeldi og við vorum öll hrædd við hann. Hann elti okkur mömu á bíl og mamma hringdi í 112, hann hrinti mér niður stiga, henti hlutum í gólfið þegar hann var reiður, hvarf í nokkrar vikur frá heimilinu og skildi okkur eftir peningalaus," segir í bréfi drengsins til þingmanna, og fréttastofa hefur undir höndum. Drengurinn grátbiður íslenska þingmenn um aðstoð og segir að líf sitt sé einskis virði ef það á að taka móður hans og systur frá honum. „Ég vill fá að tjá mig um hvað maðurinn hefur gert okkur," segir drengurinn.

Umfjöllun Vísis um dóm Héraðsdóms Austurlands má lesa með því að smella hér.

Bréfið sem drengurinn sendi þingmönnunum er birt í heild sinni hér fyrir neðan, óbreytt nema að því leyti að nöfn og staðhættir hafa verið teknir út og þeirra í stað sett XXXX.


„Sæl.

Ég heiti XXXX og ég er 13 ára gamall. mig lángar til að biðja ykkur um hjálp !

ég mamma og systur minar 3 flúðum frá fóstur pabba minum frá danmörku til íslands

hann var búinn að beyta okkur ofbeldi og við vorum öll hræd við hann,Hann elti okkur mömmu
á bíl og mamma hringdi í 112, hann hrinnti mér niður stiga, hennti hlutum í gólfið þegar hann var
reiður, hvarf í nokkrar vikur frá heimilinu og skildi okkur eftir peningalaus.

stundum þegar hann var reiður þurfti mamma að fara með okkur út að keyra, við keyrðum bara um
vegna þess að við þekktum engan í danmörku. þegar mamma ákvað að fara vorum við búin að vera
í dk í 6 man, hun fékk hjálp í kvennaathvarfi í danmerku og í reykjavik. talaði við skólana og leikskólana og konu hjá kommúnunni, prest því við gátum ekki haft þetta svona lengur.

Við komum í páskafrí vegna þess að konan hjá komúnuni sagði að við gætum ekki búið við þetta, hún sagði að við ættum að fara til Íslands, maðurinn varð reiður og kærði mömmu, okkur var sagt að fara aftur til dk til þess að gera allt rétt, en það var svo erfitt, engin vildi hjálpa okkur, við vorum peningalaus vegna þess að maðurinn hafði lokað reikning mömmu.

Við þurfutm að búa í ´húsi sem maðurinn var með lykil af, við vorum hrædd. hann kom einu sinni en það vera keðja á hurðinni.
næsta dag sendi hann lögreglu sem birtist í garðinum, systur minau hræddar, afþví að hann sagði stundum verið þið góð annars sendi ég lögregluna á ykkur. maðurinn sem átti húsið vildi ekki leigja það lengur, þannig að við áttum hvergi heima í tvo daga, kommúnan gat ekki gefið okkur húsnæði né peninga þar sem mamma var ennþá gift vondamanninum. svo fengum við íbúð og það var í vondu hverfi þar sem brennuvargur kveikti í 4 sinnum
meðan við bjuggum þarna,það voru slagsmál innflytjanda og eiturlyfjaneitendur, það var tvisvar sagt við mig drullastu til heimalands þinns, þetta var dönsk kona sem var úti að labba með barnið sitt sem sagði þetta við mig, við vorum svo hrædd, amma mín og systkini mömmu voru dugleg að koma til okkar, þau vildu ekki að við værum ein, þar sem þau vissu alveg hvað maðurinn gat gert okkur,

Maðurinn fekk að hitta systur mínar í 6 tíma aðra hvrerja helgi, það var mjög hræðilegt, þær vildu ekki fara og g´rétu sárt, þær voru hræddar að ef hann yrði reiður

Eini sinni réðst hann á ömmu mína sem er með krabbamein, mamma, amma og systur mínar voru hræddar og fóri kvennaathvarfið, og var sagt þeim að fara og kæra hann það gerðu þær en lögreglumaðurinn var mjög ókurteis, ég og mamma og systur mínar fórum nokkrum sinnum á lögreglustöðina í XXXX til þess fa hjálp, vegna þess að maðurinn var fyrir utan íbúðina okkar á kvöldin. Við fengum leyniheimilisfang, en maðurinn yfirheyrði elstu systur mína sem er 6 ára hvar við bjuggum

lögreglan vildi ekki hjálpa okkuar og sagði að hann mætti alveg vera fyrir utan og horfa inn. Mér leið ekki vel í skólanum og ég var hræddur að maðurnn myndi meiða mömmu , eg sendi henni alltaf sms á daginn til að vita hvort hún væri ok. systur mina vildu ekki vera í leiksk.mamma reyndi að gera allt til þess að okkur liði vel.

við vorum dugleg að gera eitthvað saman, ég sá samt alltaf að mamma var hrædd. eftir að maðurinn réðst á ömmu mína, kom maður systir ömmu til að vera hjá okkur og til að vera viðstaddur þegar maðurinn átti að fá stelpurnar til að sofa heima hja sér í fyrsta skipti. eftir það varð allt slæmt systur mínar sem eru 3,5 og 6 voru alltaf grátandi dreymdu illa, vildu alls ekki fara í skólann eða leikskólann, það var engin sem hlustaði á okkur, og engin sem vildi hjálpa okkur, það er mikið um það að pabbar drepi börn í dk og það hef ég séð í fréttum.

mamma bað kommúnunna um að fá sálfræðiaðstoð handa okkur en þeir vildu það ekki. mamma fann sálfr sem við fórum til, hún fór að gráta þegar ég sagði henni sögu okkar, og hvað maðurin hafi gert okkur. um miðjan október komum við til Íslands, vegna þess að mamma var að bjarga okkur. hún var búin að reyna að gera allt til þess að láta alla líða vel en allir brugðust okkur.

Núna búum við á sama stað og við bjuggum á áður en við fórum til Dk, það er XXXX, við höfum alltaf átt heima á Íslandi og það er landið okkar.
Það gegnur vel hjá okkur, mér í skólanum og í körfubolta sem ég elska. Systur mínar eru brosandi og alltaf að leika við vini sína.
Við systkynin og mamma erum bestu vinir, og ég er stoltur af mömmu minni fyrir að hafa alltaf passað okkur og að hafa ákveðið að fara frá vondum manni.

Maðurinn kærði mömmu og voru réttarhöld, ég mátti ekki tala við sálfr sem fengin var til þess að tala við systur mínar, maðurinn er ekki pabbi minn en samt hef ég búið með honum í 6 ár. sálfræðingurinn kom hingað í 30 mínótur og þær sögðu honum að pabbi þeirra væri vondur og þær vildu ekki fara til dk.

samt tapaði mamma málinu, og núna standa málin þannig að mamma og systur minar verði sendar til dk til manns sem er vondur.
Ég myndi ekki fara með, mamma vill að ég verði hér því að hún vill ekki leggja það á mig að þurfa fara aftur. Þið verðið að hjálpa mér vegna þess að líf mitter einskins virði ef það á að taka mömmu mína og systur frá mér, ég vill fá að tjá mig um hvað maðurinn hefur gert okkur. Ég þarf á fjölskyldu minni að halda, við þurfum hjálp til að ná okkur eftir allt þetta ofbeldi.

Ég hef verið að lesa inn á heimasíðu barnaheill og barnasáttála sameinuðuþjóðana og þar kemur margt fram sem ekki er farið eftir.

Ég veit ekki hvernig við værum ef við værum enn í Danmörku, en það að vera hér á okkar stað XXX er það besta sem við gátum gert, til þess að bjarga okkur. Maðurinn hefur engan áhuga á okkur og hefur ekki reynt að hafa samband, hann er bara að reyna að gera allt til þess að láta okkur líða illa.

Sagan er mikið lengri og gæri ég skirfað bók um hvað hann hefur gert okkur.

Mamma mín er svo góð og hefur alltaf hugsað um okkur systkynin, hún er að læra vera kennari og krakkarnir í skólanum hér elska hana hún sínir krökkum virðingu og allir elska hana, hún hugsar alltaf um alla aðra en sjálfan sig, Mig langar til að biðja ykkur hvort einhver getur gert eitthvað fyrir okkur!

Ég hef lesið inn á barnaverndunarsíðum að það eigi að hjálpa börnum á móti ofbeldi, það hefur engin hlustað á mig!

Ég vona að ég fái einhver svör frá ykkur ég veit ég er bara 13 ára strákur en ég hef upplifað meira en börn eiga að þurf að upplifa, það má ekki gerast að litlu systur mínar og mamma verði sendar í burtu frá stað sem við erum öll ánægð.

Meðkveðju"


Tengdar fréttir

Sagður hafa slegið móðurina við brjóstagjöf: Fær dæturnar út

Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu föður um að þrjár dætur hans verði færðar úr umsjá móður þeirra og til hans. Móðirin flúði með stúlkurnar frá Danmörku til Íslands vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis sem hún segir föður stúlknanna hafa beitt sig. Þá taldi hún börnunum beinlínis stafa hætta af umgengni við föður sinn, að því er segir í dómi, og segir móðirin hann hafa beitt þau ofbeldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.