Stjórnlagaþingskosningar gætu farið fram 16. júní Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 1. febrúar 2011 18:00 Forsætisráðherra hyggst skipa nefnd til að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosninguna til stjórnlagaþings. Til greina kemur að kjósa á ný 16. júní ef það verður niðurstaða nefndarinnar. Forsætisráðherra kynnti formönnum stjórnmálaflokkanna ákvörðun sína um að skipa nefnd á fundi í stjórnarráðshúsinu í dag. Sex fulltrúar verða í nefndinni en hver stjórnmálaflokkur skipar einn fulltrúa auk nefndarformanns sem forsætisráðuneytið tilnefnir. Nefndin hefur tvær vikur til að skila niðurstöðum en forsætisráðherra hyggst kalla eftir tilnefningum stjórnmálaflokkanna á morgun. Jóhanna Sigurðardóttir segir það vera ljóst að það séu skiptar skoðanir um hvort það eigi að vera stjórnlagaþing en í sínum huga sé alveg ljóst að það sé góður meirihluti fyrir því á Alþingi. Sjálfstæðismenn hafi þó lýst vilja til þess að fara aðra leið. Forsætisráðherra segir tvær leiðir helst koma til greina. Annað hvort boða til kosninga á ný frá upphafi, eða endurtaka kjördaginn með sömu framboðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rætt um 16. júní sem líklegan kjördag innan forsætisráðuneytisins, ef niðurstaða nefndarinnar verður að boða til kosninga á ný. Jóhanna staðfestir að þessi dagsetning hafi borið á góma í ráðuneytinu. Hún vill þó ekki staðfesta að 16. júní sé endanleg niðurstaða. Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, telur nefndina óþarfa enda eigi Alþingi að annast breytingar á stjórnarskránni. Hann segir sitt sjónamðið vera það að Alþingi eigi að sinna þessu hlutverki. Stjórnarskráin sjálf mæli fyrir um það og Alþingi sé ekkert að vanbúnaði að sjá um þetta hlutverk. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Forsætisráðherra hyggst skipa nefnd til að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosninguna til stjórnlagaþings. Til greina kemur að kjósa á ný 16. júní ef það verður niðurstaða nefndarinnar. Forsætisráðherra kynnti formönnum stjórnmálaflokkanna ákvörðun sína um að skipa nefnd á fundi í stjórnarráðshúsinu í dag. Sex fulltrúar verða í nefndinni en hver stjórnmálaflokkur skipar einn fulltrúa auk nefndarformanns sem forsætisráðuneytið tilnefnir. Nefndin hefur tvær vikur til að skila niðurstöðum en forsætisráðherra hyggst kalla eftir tilnefningum stjórnmálaflokkanna á morgun. Jóhanna Sigurðardóttir segir það vera ljóst að það séu skiptar skoðanir um hvort það eigi að vera stjórnlagaþing en í sínum huga sé alveg ljóst að það sé góður meirihluti fyrir því á Alþingi. Sjálfstæðismenn hafi þó lýst vilja til þess að fara aðra leið. Forsætisráðherra segir tvær leiðir helst koma til greina. Annað hvort boða til kosninga á ný frá upphafi, eða endurtaka kjördaginn með sömu framboðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rætt um 16. júní sem líklegan kjördag innan forsætisráðuneytisins, ef niðurstaða nefndarinnar verður að boða til kosninga á ný. Jóhanna staðfestir að þessi dagsetning hafi borið á góma í ráðuneytinu. Hún vill þó ekki staðfesta að 16. júní sé endanleg niðurstaða. Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, telur nefndina óþarfa enda eigi Alþingi að annast breytingar á stjórnarskránni. Hann segir sitt sjónamðið vera það að Alþingi eigi að sinna þessu hlutverki. Stjórnarskráin sjálf mæli fyrir um það og Alþingi sé ekkert að vanbúnaði að sjá um þetta hlutverk.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira