Innlent

Ikea reisir risageitina Gävle - var brennd fyrir ári

Sænska risageitin.
Sænska risageitin.
Þeir sem eiga leið um Kauptúnið í Garðabæ reka líklega upp stór augu, en þar má finna risastóra geit. Um er að ræða sænsku jólageitina Gävle sem er á vegum Ikea. Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar, en hún er vinsælasta geit Svía. Geitin var fyrst reist á aðaltorgi bæjarins Gävle, sem er borið fram sem jevle, í upphafi aðventu ár hvert.

Örlög geitarinnar hér á Íslandi í fyrra urðu þau sömu og hafa sorglega oft orðið örlög sænsku Gävle geitarinnar – brennivargar gerðu sér það að leik að kveikja í henni og hún brann til grunna á örfáum mínútum.

Það engin nýlunda að geitin sé brennd með svo fólskulegum hætti; alls hefur geitin verið brennd 32 sinnum frá árinu 1966 á Sluttstorginu í Gävle. Þannig hefur geitin verið brennd eða eyðilögð, með einhverjum hætti, næstum árlega frá því hún var fyrst sett upp í Svíþjóð.

Samkvæmt upplýsingum frá Ikea verður haft eftirlit með geitinni svo sagan endurtaki sig ekki.

Ikea-geitin er smíðuð á Íslandi og er 6,2 metrar að hæð og nokkur tonn að þyngd. Geitin er fagurlega skreytt borðum og ljósum og lýsir þannig upp skammdegið í aðdraganda jólanna.

Hægt er að fylgjast með geitinni á Facebook.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×