Fótbolti

Pato til sölu - Milan gæti keypt Eriksen frá Ajax

Pato skýtur að marki.
Pato skýtur að marki.
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að AC Milan sé til í að selja Brasilíumanninn Pato fyrir rétta upphæð. Sú upphæð er sögð vera 45 milljónir evra.

Berist slíkt tilboð í leikmanninn í janúar mun hann verða seldur. Ekki er ólíklegt að svo verði enda hafa lið eins PSG og Man. City áhuga á Pato.

Massimiliano Allegri, þjálfari Milan, lítur ekki svo á að Pato sé ómissandi en hann vill styrkja liðið á miðsvæðinu. Hermt er að hann hafi áhuga á Dananum Christian Eriksen hjá Ajax.

Hinn 22 ára gamli Pato hefur verið hjá Milan síðan í janúar árið 2008 og spilað yfir 100 leiki fyrir félagið. Hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2014.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.