Innlent

Íslenska Kristskirkjan fékk 2,5 milljóna króna styrk

Erla Hlynsdóttir skrifar
Viðbyggingin Íslensku kristskirkjunnar
Viðbyggingin Íslensku kristskirkjunnar Mynd Valli

Íslenska Kristskirkjan fékk styrk upp á tvær og hálfa milljón króna frá Reykjavíkurborg á síðasta ári. Borgin hafnaði styrkbeiðni frá söfnuðinum í ár vegna skoðana safnaðarmeðlima á kynlífi samkynhneigðra.

Íslenska Kristkirkjan sendi umsókn til Kirkjubyggingasjóðs Reykjavíkur á síðasta ári þar sem sótt var um tveggja og hálfrar milljóna króna styrk til úr úrbóta á eldvarnarmálum í kirkjubyggingu og vegna viðbyggingar við anddyri.

Stjórn kirkjubyggingasjóðs samþykkti að mæla með styrkveitingunni við borgarráð, eins og kemur fram í bréfi sem Katrín Fjelsted, þáverandi formaður kirkjubyggingasjóðs, skrifar undir.

Borgarráð Reykjavíkur, undir forystu Óskars Bergssonar, samþykkti á fundi sínum í maí á síðasta ári að veita styrkinn.

Mannréttindastjóri borgarinnar staðfestir í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið óskað eftir áliti mannréttindaskrifstofunnar vegna styrkbeiðni safnaðarins þá.

Sem kunnugt er sótti Íslenska Kristkirkjan aftur um styrk úr kirkjubyggingingasjóði í ár þegar hún óskaði eftir 700 þúsund krónum vegna viðbyggingar, og hafnaði borgarráð þeirri styrkbeiðni eftir að mannréttindaskrifstofa komst að þeirri niðurstöðu að stefna trúfélagsins samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar.Tengdar fréttir

Hafður fyrir rangri sök

Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu.

Samkynhneigðir bjóða Friðriki í heimsókn

Prestur íslensku krists-kirkjunnar í Reykjavík segir kynlíf einstaklinga af sama kyni vera rangt. Formaður Samtakanna 78 segir prestinn breiða út fordóma og skorar á hann að kíkja í heimsókn og fræðast.

Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk

„Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.