Innlent

Barnaníð í Eyjum: Mannlegur harmleikur, segir bæjarstjórinn

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir barnaníðingsmálið mannlegan harmleik.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir barnaníðingsmálið mannlegan harmleik.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir mál barnaníðingsins, sem nauðgaði dóttur sinni og er grunaður um brot gegn fleiri börnum, mannlegan harmleik sem tengist bæjarfélaginu ekki á nokkurn máta.

Maðurinn tók grófustu brotin upp á myndband en ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þegar málið kom upp fyrir um ári síðan, jafnvel þótt hald væri lagt á þúsundir mynda og annara sönnunargagna á heimili mannsins.

Í yfirlýsingu, sem Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi sendi frá sér í gær, segir hann eina af ástæðum þess að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir manninum vera að hlífa hafi átt fórnarlambi mannsins við mikilli umfjöllun og áreiti.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir málið allt mannlegan harmleik. "Við vinnum málið í samræmi við barnaverndunarsjónarmið en munum ekki tjá okkur að öðru leyti. Þetta er mannlegur harmleikur en tengist ekki byggðarlaginu á nokkurn máta," sagði hann.


Tengdar fréttir

Meintur barnaníðingur bar við minnisleysi

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa misnotað þrjár stúlkur kannaðist við yfirheyrslur við að eiga klámfengið efni sem fannst í tölvum á heimili hans en bar við minnisleysi þegar honum voru sýndar myndir af honum misnota eina stúlkuna. Á heimili mannsins fundust tæplega 9 þúsund ljósmyndir og rúmlega 600 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Brotinn varða allt að 16 ára fangelsi, en stór hluti brotanna er til á upptökum og ljósmyndum.

Lögregla gæti hafa gert mistök í máli barnaníðings

Meintur barnaníðingur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hann er grunaður um að hafa níðst á fórnarlambi sínu, átta ára stjúpdóttur sinni, svo mánuðum skipti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×