Sport

Magnús Ingi Íslandsmeistari í badminton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Magnús Ingi í úrslitaleiknum í dag. Mynd/Vilhelm
Magnús Ingi í úrslitaleiknum í dag. Mynd/Vilhelm

Magnús Ingi Helgason varð í dag Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton. Hann lagði Atla Jóhannesson í úrslitaleik, 2-1.

Magnús vann fyrstu lotuna en Atli sýndi mikinn karakter með því að koma til baka og jafna, 1-1.

Í úrslitalotunni var Magnús síðan mun sterkari og vann sannfærandi sigur. Hans fyrsti titill í einliðaleik síðan 2007.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.