Innlent

Bjarni Harðarson: Ég kann á Outlook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Harðarson sendi tölvupóst á fjölmiðla sem áttu einungis að fara á samstarfskonu hans. Mynd/ Stefán.
Bjarni Harðarson sendi tölvupóst á fjölmiðla sem áttu einungis að fara á samstarfskonu hans. Mynd/ Stefán.
Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu, sendi póst á alla fjölmiðla í dag sem ætlaður var samstarfsmanni í ráðuneytinu. Efni póstsins var ábendingar vegna fréttatilkynningar sem til stóð að birta á vef ráðuneytisins. Þetta er í annað sinn sem Bjarni sendir póst á fjölmiðla óafvitandi. Í fyrra skiptið var um að ræða póst um Valgerði Sverrisdóttur sem átti að fara á aðstoðarmann hans og síðan úr óþekktu netfangi á fjölmiðla.

„Þetta er nú mjög orðum aukið. Þetta var ábending varðandi fréttatilkynningu og skipti engu máli hvort hún færi. Auðvitað geta menn velt vöngum yfir og birt fréttir af póstum frá mér," segir Bjarni um síðari póstinn. Hann segist þó fremur vilja að fjallað yrði um málið efnislega. Málið fjallar um tillögu sem stendur til að leggja fram um ný jarða- og ábúðarlög.

Aðspurður hvort Bjarni hafi hugsað sér að fara á námskeið til að læra á Outlook forritið er Bjarni fámáll. „Það er í raun ekki á mína ábyrgð að þetta fer útfyrir og ég kann á Outlook. En ég var nú reyndar ekki að vinna í því forriti," segir Bjarni. Hann vill ekki segja hvaða forriti hann var að vinna í.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×