Körfubolti

Walker: Vil að mótherjarnir hræðist mig

Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar
Walker er að fara á kostum með KR. Mynd/Vilhelm
Walker er að fara á kostum með KR. Mynd/Vilhelm

Marcus Walker átti enn einn stórleikinn með KR þegar liðið vann 18 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í kvöld en KR er komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti lokaúrslituum með sigri á heimavelli á föstudagskvöldið.

Walker skoraði 20 af 31 stigi sínu í kvöld í fyrri hálfleik en hann hefur hingað til farið á kostum í seinni hálfleiknum. Hann segist vera að spila til þess að þagga niður í efasemdarmönnunum sem hann hefur heyrt mikið í á þessu tímabili.

"Það sem rekur mig áfram í mínum leik er að vinna leiki. Það er það eina sem ég hugsa um og ég er ekkert að horfa á stigaskorið mitt eða tölfræðina. Það sem gefur mér einnig aukakraft er að það eru allir að segja eitthvað neikvætt um mig," sagði Marcus Walker.

"Það voru allir að segja að Marcus væri veikasti hlekkurinn í liðinu og að ég gæti ekki stoppað bakvörðinn í hinum liðunum. Það hjálpar mér að heyra svona hluti og ég reyni að sanna það í hverjum leik að það sé ekkert til í svona yfirlýsingum," sagði Marcus.

"Ég ætla bara leggja allt mitt í það að sá sem mætir mér inn á vellinum óttist það að spila á móti mér og vilji helst ekki mæta mér," sagði Marcus.

"Þetta var mjög góður sigur fyrir okkur lið. Við þurfum að passa okkur á því fyrir næsta leik að horfa ekki á það hver sé staðan í einvíginu eða hvernig leikirnir hafa farið hingað til. Við þurfum bara að passa upp á það að mæta til þess að klára þennan leik," sagði Marcus.

"Við þurfum bara að vinna á föstudaginn, ná okkur í góða hvíld og fara síðan að ná upp einbeitingu fyrir úrslitaeinvígið," sagði Marcus Walker.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.