Körfubolti

Þórir reyndi að endurtaka ótrúlega skotið - æfir sig daglega

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Tæplega 8000 manns höfðu nú í kvöld skoðað á Youtube ótrúlegt körfuboltaskot hjá 12 ára körfuboltastrák úr KR og eru tilþrifin stórkostleg. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði með því að kasta boltanum yfir völlinn endilangan og hann var nálægt því að endurtaka leikinn þegar Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður Stöðvar 2 heimsótti hann í DHL-höll KR-inga í dag.

Þórir, sem er fæddur árið 1998 segir að hann æfi slík skot nánast daglega og hann er afar lunkinn við að skora með langskotum frá miðju eins og sést í fréttinni. KR-ingar eru Íslandsmeistarar í 7. flokki karla og eru stigin þrjú frá Þóri úr leiknum gegn Keflavík án efa þau eftirminnilegustu á þessum vetri – og einn af hápunktum körfuknattleikstímabilsins.


Tengdar fréttir

Ótrúleg flautukarfa tólf ára KR-ings

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði ótrúlega flautukörfu í leik með KR gegn Keflavík í leik í Íslandsmótinu í 7. flokki drengja á föstudaginn síðastliðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.