Körfubolti

Aðeins einu víti frá Suðurnesjalausum undanúrslitum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar eru eina Suðurnesjaliðið sem er í undanúrslitunum í ár.
Keflvíkingar eru eina Suðurnesjaliðið sem er í undanúrslitunum í ár. Mynd/Valli

Það munaði ótrúlega litlu að ÍR-ingar hefði slegið Keflvíkinga út úr átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta í gær og séð til þess að ekkert Suðurnesjalið hafi verið í undanúrslitunum sem hefjast um helgina.

Keflavík náði að tryggja sér framlengingu með frábærum endaspretti þar sem sigur liðsins var síðan aldrei í hættu. ÍR-ingurinn James Bartolotta klikkaði á víti fimmtán sekúndum fyrir leikslok í venjulegum leiktíma og því má segja að úrslitakeppnin hafi verið einu víti frá Suðurnesjalausum undanúrslitum.

Keflavík er því eina Suðurnesjaliðið í undanúrslitum í ár alveg eins og fyrir sex árum sem er jafnframt eina annað skiptið frá árinu 1995 þar sem Suðurnesin eiga ekki í það minnsta helmingin af liðunum í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Keflvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistarartitilinn þegar þeir voru eina Suðurnesjaliðið í undanúrslitunum fyrir sex árum. Keflavík vann þá 3-1 sigur á ÍR í undanúrslitum og tók síðan Snæfell 3-1 í lokaúrslitunum. Keflavík hafði þá slegið Grindavík 2-1 út úr átta liða úrsltitunum á sama tíma og ÍR sópaði út Njarðvíkingum.

Það lítur út fyrir að Suðurnesjamenn séu að missa eitthvað tökin sem þeir voru með á úrslitakeppninni á árunum 1995 til 2004 þegar þrjú Suðurnesjaliðið komust í undanúrslit í sjö af tíu skiptum. Þrjú Suðurnesjalið hafa ekki komist alla leið í undanúrslitin síðan þá.Suðurnesjalið í undanúrslitum úrslitakeppni úrvalsdeildar karla:

(Frá því að núverandi fyrirkomulag var tekið upp 1995)

2011 - 1 (Keflavík)
2010 - 2 (Keflavík, Njarðvík)
2009 - 2 (Keflavík, Grindavík)
2008 - 2 (Keflavík*, Grindavík)
2007 - 2 (Njarðvík, Grindavík)
2006 - 2 (Njarðvík*, Keflavík)
2005 - 1 (Keflavík*)
2004 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík*)
2003 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík*)
2002 - 3 (Njarðvík*, Grindavík, Keflavík)
2001 - 2 (Njarðvík*, Keflavík)
2000 - 2 (Njarðvík, Grindavík)
1999 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík*)
1998 - 2 (Njarðvík*, Keflavík)
1997 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík*)
1996 - 3 (Njarðvík, Grindavík*, Keflavík)
1995 - 3 (Njarðvík*, Grindavík, Keflavík)

* Íslandsmeistari
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.