Innlent

Fríða Á. Sigurðardóttir látin

Rithöfundurinn Fríða Á. Sigurðardóttir lést í Reykjavík í gær. Hún lætur eftir sig eiginmann, tvo uppkomna syni og sex barnabörn.
Rithöfundurinn Fríða Á. Sigurðardóttir lést í Reykjavík í gær. Hún lætur eftir sig eiginmann, tvo uppkomna syni og sex barnabörn. Mynd/GVA

Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöfundur lést í Reykjavík í gær. Fríða fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi á Hornströndum 11. desember 1940.

Fyrsta bók Fríðu var smásagnasafnið Þetta er ekkert alvarlegt sem kom út árið 1980. Síðan sendi hún frá sér skáldsögur og fjölda smásagna auk þess sem hún þýddi verk erlendra höfunda. Bók hennar, Meðan nóttin líður, sem út kom árið 1990, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1991 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992.

Síðasta verk verk Fríðu var skáldsagan Í húsi Júlíu sem kom út árið 2006. Fríða var heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands.

Fríða lætur eftir sig eiginmann, tvo uppkomna syni og sex barnabörn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×