Viðskipti innlent

Wolf ítrekar að engin siðferðisleg skylda sé til að borga Icesave

Martin Wolf einn af ritstjórum blaðsins Financial Times ritar grein í blaðið í dag þar sem hann ítrekar skoðanir sínar um að Íslendingar hafi engar siðferðilegar skyldur til að borga Icesave skuldir og hinar lögfræðilegu séu óljósar. Hann segir að það hafi verið brjálæði af hálfu fjárfesta að treyst íslenskum stjórnvöldum þegar þau sögðu að Icesave innistæðurnar væru tryggðar.

Wolf segir að Bretar og Hollendingar ættu strax að hætt að níðast á Íslendingum og hann telur hótanir Lord Myners viðskiptaráðherra Bretlands um að eyðileggja framtíð Íslands vera skammarlegar. Byrðarnar sem núverandi Icesave samkomulag leggur á herðar almennings á Íslandi séu sérstaklega íþyngjandi.

Wolf dregur svo fram rök Breta fyrir Icesave samkomulaginu m.a. þau að Íslandi fá langt tímabil áður en afborganir af láninu hefjast og að eignir Landsbankans muni skila um 90% upp í skuldina. „Ef svo mikil verðmæti eru í eignunum afhverju er skuldin þá ekki afskrifuð að fullu og eignirnar teknar yfir í staðinn?" spyr Wolf. „Það væri örlátur gerningur."Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.