Fótbolti

Portúgölsku blöðin þakka Poulsen fyrir hjálpina í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Poulsen og Cristiano Ronaldo í leiknum í gær.
Christian Poulsen og Cristiano Ronaldo í leiknum í gær. Mynd/AP
Portúgölsku blöðin fagna í dag góðum sigri portúgalska landsliðsins á Dönum í fyrsta leiknum undir stjórn Paulo Bento en Portúgali unnu 3-1 sigur í leik liðanna í undankeppni EM í Lissabon í gær þökk sé tveimur mörkum frá Nani og einu frá Cristiano Ronaldo.

Portúgölsku blöðin segja að varamarkvörðurinn Anders Lindegaard hafi verið besti maður Dana í leiknum en hann kom inná fyrir Thomas Sörensen sem meiddist. Staðan var orðin 2-0 þegar Lindegaard kom inn í leikinn.

Christian Poulsen, leikmaður Liverpool, er gerður skúrki danska liðsins í leiknum en hann gerði slæm mistök þegar Nani kom Portúgal í 2-0 aðeins tveimur mínútum eftir að Nani hafði skorað fyrsta markið eftir undirbúning Cristiano Ronaldo.

Blaðið "A Bola" þakkar danska miðjumanninum fyrir hjálpina og blaðið "O jogo" fer líka svo langt að segja Christian Poulsen vera aðalmanninn á bak við árangurslitlum leik Dana í bæði vörn og sókn.

Portúgalir eru nú á leiðinni til Íslands þar sem að þeir mæta Íslendingum á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×