Enski boltinn

Mancini ver kaupstefnu Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Manchester City hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar eins og búist var við. Kaupæði, eða kaupgeðveiki eins og einhverjir kalla það, fer illa ofan í marga sem gagnrýna endalaus risakaup liðsins.

David Silva gekk í raðir félagsins í gær en hann er sagður hafa kostað 26 milljónir punda. Áður var félagið búið að kaupa Yaya Toure og Jerome Boateng.

Það eru ekki bara upphæðirnar heldur ofurlaunin sem City býður upp á sem misbýður fólki.

Roberto Mancini, stjóri liðsins, segir ekkert óeðlilegt við þessi kaup og varði þau á blaðamannafundi í gær.

"Auðvitað erum við búnir að eyða miklum peningum. Staðreyndin er samt sú að það er erfitt að vinna titla ef maður kaupir ekki leikmenn í stöður þar sem vantar styrkingu," sagði Mancini.

"Við erum enn að einbeita okkur að því að framleiða leikmenn í gegnum akademíuna okkar. Leikmennirnir þar vita að þeir eiga möguleika líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×