Viðskipti innlent

Pálmi Haralds: Markmið Svavars virðist að sverta æru mína

Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson segir í yfirlýsingu að hann sé stoltur af aðkomu sinni að kaupum bresku verslunarkeðjunnar Iceland 2005. Hann segir framsetningu Svavars Halldórssonar fréttamanns RÚV í frétt sinni í gær virðast ekki hafa annað að markmiði en að sverta æru sína.

Í frétt RÚV í gær sagði meðal annars að rannsakendur töldu mörg hundruð milljarða viðskipti með verslunarkeðjuna hugsanlega hafa verið risavaxna fléttu til að sjúga fé út úr íslensku bönkunum og að markaðsmisnotkun hefði jafnvel staðið árum saman.

„Stolt mitt á mínum ferli er aðkoma mín að kaupunum á bresku verslunarkeðjunni Iceland árið 2005. Kaupin hafa verið talin ein best heppnuðu kaup á breskum markaði á þessum áratug. Frá fyrsta degi gekk rekstur verslananna framúrskarandi, sölutölur voru upp á við og ásamt hagræðingu í rekstri, var fjárfestingin fljót að skila sér í afkomu félagsins, enda fór hún fram úr björtustu vonum," segir Pálmi en yfirlýsinguna er hægt að lesa hér fyrir neðan.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×