Enski boltinn

Lucas og Rafael valdir í landslið Brasilíu til að spila 10. ágúst

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Lucas.
Lucas. AFP
Nýr landsliðsþjálfari Brasilíu hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp sem mun spila æfingaleik gegn Bandaríkjunum þann 10. ágúst. Hann valdi Lucas, leikmann Liverpool og Rafael da Silva hjá Manchester United í hópinn.

Óvíst er hvort félögin sleppi leikmönnunum enda eru aðeins nokkrir dagar í fyrsta leik deildarinnar þann 10. ágúst. Fyrsta umferð fer fram helgina þar á eftir, 14. og 15. ágúst.

United mun auk þess keppa um Samfélagsskjöldinn við Chelsea 7. ágúst. Dani Alves, Ramires, Thiago Silva og Robinho eru einu mennirnir í leikmannahópi Mano Menenez sem spiluðu á HM.

Ellefu leikmenn munu spila sinn fyrsta landsleik komi þeir við sögu.

Markmenn: Jefferson (Botafogo), Renan (Avai), Victor (Gremio).

Varnarmenn: Andre Santos (Fenerbahce), Dani Alves (Barcelona), Marcelo (Real Madrid), Rafael da Silva (Manchester United), David Luis (Benfica), Henrique (Racing Santander), Rever (Atletico Mineiro), Thiago Silva (AC Milan).

Miðjumenn: Carlos Eduardo (Hoffenheim), Ederson (Lyon), Paulo Henrique Ganso (Santos), Hernanes (Sao Paulo), Jucilei (Corinthians), Lucas Leiva (Liverpool), Ramires (Benfica), Sandro (Internacional).

Framherjar: Alexandre Pato (AC Milan), Andre (Santos), Diego Tardelli (Atletico Mineiro), Neymar (Santos), Robinho (Santos, á láni frá Manchester City).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×