Viðskipti erlent

Telja aðstoðina við evruna dýrkeypta

Evrumerkið í Frankfurt Ungmenni að leik fyrir utan seðlabanka Evrópu.nordicphotos/AFP
Evrumerkið í Frankfurt Ungmenni að leik fyrir utan seðlabanka Evrópu.nordicphotos/AFP

Danskir hagfræðingar hafa reiknað út að heildarkostnaður evruríkjanna við að koma evrunni til bjargar gæti farið upp í 600 milljarða evra, ef Grikkland tekur Portúgal, Spán og Írland með sér í fallinu.

Frá þessu er meðal annars skýrt í þýska dagblaðinu Die Welt og rætt við Allan von Mehren, sérfræðing hjá Danske bank í Danmörku.
Talið er að aðstoðin við Grikki eina kosti 120 milljarða evra, eða jafnvel enn meira, og þó er ekki víst að það dugi til að bjarga Grikklandi út úr skuldavandanum.

Stutt er talið í að evruríkin komi sér saman um björgunaraðgerðir til handa Grikklandi. Þjóðverjar hafa þar verið einna tregastir í taumi, enda óttast þeir áhrifin á eigin efnahag ef aðgerðirnar duga ekki og Grikkir reynast ekki borgunarmenn þessara nýju lána.

Þýska stjórnin er raunar sökuð um að hafa gert vanda Grikkja enn verri með tregðu sinni til að koma þeim til bjargar. Þar með væru Þjóðverjar jafnframt að grafa undan evrunni.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna sextán ætla að hittast í Brussel á morgun, að öllum líkindum til þess að afgreiða málið. Aðstoðinni fylgja ströng skilyrði um niðurskurð og aðhald í fjármálum.- gb
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.