Innlent

Steingrímur: Enn greinir þjóðirnar töluvert á

Mynd/Anton Brink
Fundi Íslendinga með Bretum og Hollendingum um Icesave málið lauk í dag án niðurstöðu. Fulltrúar þjóðanna þriggja hafa átt fundi í Lundúnum að undanförnu.

„Við höfðum vonast til þess að sameiginleg niðurstaða um bætt kjör í Icesave-málinu næðist. Það hefur enn ekki tekist," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

„Báðir aðilar lögðu fram uppbyggilegar tillögur en enn greinir þjóðirnar töluvert á. Við munum nú ræða við samningamenn okkar þegar þeir eru komnir aftur heim," segir Steingrímur.

Fram kemur í tilkynningunni að kjósendur muni ganga að kjörborði 6. mars næstkomandi þar sem greidd verða atkvæði um Icesave lögin sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs og forsetinn neitaði að staðfesta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.