Innlent

Skýrslutöku af Magnúsi lokið

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að skýrslutöku lauk rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Magnús og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, voru handteknir í dag í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum tengdum Kaupþingi.

Magnús og Hreiðar voru báðir yfirheyrður í húsnæði embættis sérstaks saksóknara. Farið var með Hreiðar á lögreglustöðina á níunda tímanum í kvöld.


Tengdar fréttir

Magnús Guðmundsson einnig handtekinn

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og núverandi forstjóri Banque Havilland, var líkt og Hreiðar már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, handtekinn í dag í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum tengdum Kaupþingi.

Hreiðar fluttur í fangaklefa

Yfirheyrslum yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings er lokið í bili en hann var á níunda tímanum í kvöld fluttur í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Eftir að Hreiðar var handtekinn í hádeginu var hann yfirheyrður í húsnæði embættis sérstaks saksóknara við Laugaveg 166.

Sérstakur saksóknari handtók Kaupþingsstjórnanda

Sérstakur saksóknari handtók í hádeginu í dag karlmann i tengslum við rannsókn á málefnum Kaupþings. Ekki liggur fyrir að svo stöddu um hvaða einstakling ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er um einn af æðstu stjórnendum gamla bankans að ræða.

Hreiðar gæti átt 8 ára fangelsi yfir höfði sér

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gæti átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi veðri hann fundinn sekur um þau brot sem hann er grunaður um. Sérstakur saksóknari handtók Hreiðar Má í dag eftir skýrslutökur.

Annar maður handtekinn

Nú síðdegis handtók sérstakur saksóknari einn mann til viðbótar í tengslum við sömu rannsókn og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var handtekinn í dag. Hreiðar er grunaður um fjölmörg brot í starfi.

Hreiðar Már Sigurðsson handtekinn

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn af sérstökum saksóknara í hádeginu í dag. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Dómari tók sér sólarhrings umhugsunarfrest og verður Hreiðar Már því í haldi lögreglu að minnsta kosti til morguns.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.