Viðskipti innlent

Mikill fjörkippur á íbúðamarkaðinum í september

Óvenju mikið var um að vera á íbúðamarkaði í september síðastliðnum miðað við það sem verið hefur verið síðustu misserin. Samtals var 347 kaupsamningum þinglýst í september síðastliðnum sem er aukning um 65% frá fyrri mánuði þegar 211 samningum var þinglýst.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þá séu þetta 50% fleiri samningar en í sama mánuði fyrir ári síðan þegar samtals 228 kaupsamningum var þinglýst. Heildarvelta þeirra samninga sem gerðir voru í september nam 9,8 milljörðum kr. sem nemur því að meðalupphæð á hvern kaupsamning hafi verið 28,3 milljarðar kr. Leita þarf allt aftur til mars 2008 til að finna mánuð þar sem fleiri samningar voru gerðir, en að meðaltali hafa verið gerðir 180 kaupsamningar í mánuði hverjum síðan hrunið skall á.

Þá var einnig mikil velta á íbúðamarkaði fyrstu vikuna í október. Voru þá gerðir 84 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu en í sömu viku í fyrra voru gerðir 54 samningar. Óhætt er því að segja að um mikinn viðsnúning er að ræða frá því sem áður var og haldi þessi þróun áfram næstu mánuði er ljóst að lífsmark virðist vera að kvikna á íbúðamarkaði á nýjan leik eftir mikinn dvala.

Þessi aukna velta, auk þess sem nú hefur hægt á verðlækkunum íbúðarhúsnæðis, virðist benda til þess að íbúðamarkaðurinn sé nú kominn yfir það versta í þessari niðursveiflu. Engu að síður er veltan enn langt frá því sem áður var, en sumarið 2007 voru að meðaltali gerðir 1.000 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði í mánuði hverjum
Meiri umsvif voru einnig hjá Íbúðalánasjóði í september síðastliðnum en síðustu mánuði, en heildarútlán sjóðsins í mánuðinum námu 3,8 milljörðum kr og voru þar af 1,9 milljarðar kr. vegna almennra lána. Útlán sjóðsins hafa ekki verið hærri í einum mánuði það sem af er þessu ári en samtals námu útlán á fyrstu níu mánuðum ársins rúmum 20 milljörðum kr. samanborið við 24 milljarða kr. á sama tímabili ársins 2009.Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.