Enski boltinn

Lombardo kominn til Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gamli skallapopparinn Attilio Lombardo er orðinn starfsmaður hjá Man. City en Roberto Mancini hefur ráðið hann í þjálfarateymi félagsins.

Lombardo, sem er orðinn 44 ára gamall, hefur reynslu af enska boltanum þar sem hann var stjóri hjá Crystal Palace árið 1998. Hann og Mancini þekkjast vel eftir að hafa spilað með Sampdoria á sínum tíma.

Eftir að hann hætti að spila fór hann að þjálfa unglingalið Sampdoria en var svo þjálfari hjá svissneska liðinu FC Chiasso.

Lombardo er annar maðurinn sem Mancini ræður í aðstoðarteymi sitt í sumar en um daginn kom David Platt til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×