Innlent

Vegurinn ekki opnaður fyrr en á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vegurinn var tekinn í sundur til að verja nýju brúna yfir Markarfljót. Mynd/ Vilhelm.
Vegurinn var tekinn í sundur til að verja nýju brúna yfir Markarfljót. Mynd/ Vilhelm.

Vegurinn að Markarfljóti verður sennilegast ekki opnaður fyrr en á morgun, segir Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Vegagerðamenn eru byrjaðir að vinna hörðum höndum að viðgerð á veginum en hann rofnaði á fjórum stöðum vegna vatnavaxta frá eldgosinu í gær.

Hreinn Halldórsson, forstjóri Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Bylgjuna í hádeginu að mögulega yrði hægt að opna í kvöld, en Sveinn segir að nú sé líklegt að það muni tefjast.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×