Innlent

Vill rannsóknarnefnd yfir Reykjavíkurborg

Þorleifur vill sérstaka rannsóknarnefnd yfir Reykjavík.
Þorleifur vill sérstaka rannsóknarnefnd yfir Reykjavík.

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram tillögu á borgaráðs í dag um að fram fari rannsókn á aðdraganda, orsökum og afleiðingum efnahagshrunsins á borgina og fjárhag hennar.

Tillögunni var vísað til aðgerðarhóps borgarráðs sem mun funda um hana á mánudag. Stefnt er að því að afgreiða tillöguna á fundi borgarráðs að viku liðinni.

Í tillögunni kemur fram að slík rannsóknarnefnd ætti meðal annars að kanna stjórnsýslu borgarinnar auk þess sem hún ætti að kanna hvort einstakir embættismenn, borgarfulltrúar eða frambjóðendur til borgarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við borgina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.