Enski boltinn

Markmaður Álasunds á óskalista Man. Utd?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Edwin van der Sar er orðinn 39 ára.
Edwin van der Sar er orðinn 39 ára. AFP
Manchester United er eitt þeirra félaga sem hafa áhuga á danska markmanninum Anders Lindegaard hjá norska félaginu Álasund. Enskir fjölmiðlar grípa stöðu hans á vellinum og þjóðernið á lofti og kalla hann hinn nýja Peter Schmeichel.

Sir Alex Ferguson er að leita að nýjum markmanni til að taka við af Edwin van der Sar. Ben Foster er farinn til Birmingham.

United hefur verið orðað við menn á borð við Manuel Neuer, Hugo Lloris og Igor Akinfeev.

Ferguson segist þó vilja gefa Ben Amos tækifæri en hann er aðeins tvítugur. Þá er Tomasz Kuszczak einnig á mála hjá United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×