Enski boltinn

Fabregas ætlar að snúa aftur 4. apríl

Fabregas er allur að braggast
Fabregas er allur að braggast NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur sett stefnuna á að snúa aftur úr meiðslum með liði sínu þann 4. apríl þegar liðið mætir Manchester City.

Spánverjinn meiddist á hné eftir samstuð við landa sinn Xabi Alonso hjá Liverpool í leik liðanna skömmu fyrir jól, en hann er nú að verða kominn á lokastig í endurhæfingunni.

"Læknarnir hafa sagt mér að ég megi fara að æfa með bolta á næstu tíu dögum eða svo. Það sem skiptir mestu máli er að fá styrk í lappirnar á ný og það tekst vonandi á þremur vikum eða svo. Ég vonast því eftir því að snúa aftur eftir um það bil fimm eða sex vikur. Ég geri mér því vonir um að ná leiknum við Manchester City þann 4. apríl," var haft eftir Fabregas í leikskrá Arsenal fyrir leikinn við Sunderland í gær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×