Innlent

Kosningar og stjórnarmyndun trufluðu borgarstjórnarstörf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson segir að mikill tími hafi farið í kosningabaráttuna og stjórnarmyndunarviðræður. Mynd/ Valgarður.
Dagur B. Eggertsson segir að mikill tími hafi farið í kosningabaráttuna og stjórnarmyndunarviðræður. Mynd/ Valgarður.
Dagur B. Eggertsson segist hafa þurft að víkja störfum í borgarráði og fjölskyldulífi til hliðar vegna kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar og stjórnarmyndunarviðræður. Dagur er varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í borgarráði. Hann sat í viðræðunefnd Samfylkingarinnar ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri lykilmönnum í flokknum.

Orðið á götunni greinir frá því í dag að Dagur hafi boðað varamann á borgarráðsfund í sinn stað á öllum fundum síðan um miðjan mars. „Ég gengst alveg við því. Eftir að ég tók við varaformannsefmætti þá fylgdu því bæði í kosningabaráttunni og í stjórnarmynduninni verkefni og ég þurfti ekki einungis að víkja einstökum málum í borgarstjórnni til hliðar heldur líka fjölskyldulífi og öðru," segir Dagur. Hann segist eiga góða að og hann telji að skarð sitt hafi verið fyllt ágætlega þar. „En nú er því verkefni lokið þannig að ég er orðinn skárri pabbi og kominn aftur til starfa sem oddviti Samfylkingarinnar aftur," segir Dagur.

Dagur segist vonast til að hann hafi getað lagt hönd á plóg í kosningabaráttunni fyrir borgarbúa og landsmenn alla, þó svo að hann vilji ekki gera of mikið úr sínum hlut. Hann bendir á að í svona verkefni þurfi allir að leggja sig fram. „Og ástandið í samfélaginu er auðvitað þannig að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að taka langan tíma í þetta og þess vegna þarf að taka nótt sem nýtan dag í þetta," segir Dagur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×