Enski boltinn

Costa ekki til reynslu hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic Photos/AFP

Man. Utd mun ekki fá brasilíska undrabarnið Douglas Costa til reynslu. Ef United vill fá leikmanninn verður það að gjöra svo vel að kaupa hann frá Gremio.

Þessi 18 ára framherji er talinn kosta um 18 milljónir punda. United hefur fylgst ítarlega með honum síðustu 12 mánuði en Ferguson vildi sjá hann með eigin augum á æfingasvæðinu áður en hann tæki ákvörðun um að kaupa hann.

„Við höfum tjáð Man. Utd að þessi 20 daga reynslutími sé ekki að fara að gerast. Douglas er ekki á því stigi að hann þurfi að fara á reynslu," sagði forseti Gremio.

Þessi strákur hefur ekki náð 20 leikjum með Gremio en hefur farið á kostum með yngri landsliðum Brasilíu og frammistaða hans þar hefur kveikt í stóru liðunum í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×