Körfubolti

Heather Ezell með fjórfalda tvennu í fyrsta leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með tvennu á Ásvöllum í kvöld.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með tvennu á Ásvöllum í kvöld. Mynd/Vilhelm

Íslandsmeistarar Hauka og Hamar komust í kvöld í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir örugga sigra á heimavelli. Haukar unnu nýliða Njarðvíkur með 25 stigum, 75-50 á sama tíma og Hamar vann 34 stiga sigur á Val, 84-50.

Heather Ezell byrjaði frábærlega með Haukum en hún var fjórfalda tvennu í sínum fyrsta leik með liðinu. Ezell skoraði 24 stig, tók 13 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 10 boltum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 11 stig og 12 fráköst hjá Haukum og Bryndís Hanna Hreinsdóttir skoraði 10 stig.

Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir skoraði 7 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Njarðvík en stigahæst var Harpa Hallgrímsdóttir með 9 stig og 9 fráköst.

Kristrún Sigurjónsdóttir og Sigrún Ámundadóttir voru í aðalhlutverki í sínum fyrsta mótsleik fyrir Hamar sem vann auðveldan sigur á Val. Kristrún skoraði 18 stig og Sigrún var með 15 stig. Bandaríski bakvörðurinn Koren Schram var síðan með 16 stig og Hafrún Hálfdánardóttir skorað 10 stig.

Sofia Lundegardh og Birna Eiríksdóttir voru stigahæstar hjá Val, Sofia með 12 stig og Birna með 11 stig.

 

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.