Lífið

Mamma Gógó færir til frumsýningu

Búið er að færa til frumsýningu kvikmyndarinnar Mömmu Gógó til 1.janúar. Einn af framleiðendum myndarinnar er Guðrún Edda Þórhannesdóttir og getur hún því séð dóttur sína í Oliver Twist sem frumsýnt verður á annan í jólum.
Búið er að færa til frumsýningu kvikmyndarinnar Mömmu Gógó til 1.janúar. Einn af framleiðendum myndarinnar er Guðrún Edda Þórhannesdóttir og getur hún því séð dóttur sína í Oliver Twist sem frumsýnt verður á annan í jólum.
Aðstandendur kvikmyndar Friðriks Þór Friðrikssonar, Mamma Gógó, hafa ákveðið að færa til frumsýningardag myndarinnar og verður hún frumsýnd þann 1.janúar 2010. Upphaflega stóð til að myndin yrði frumsýnd þann 26.desember. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hefði það kostað mikinn mikinn hausverk fyrir fólk á borð við menntamálaráðherra því þann sama dag stóð einnig til að frumsýna Bjarnfreðarson, kvikmynd byggða á Vaktar-þáttunum, og Gerplu Baltasars Kormáks, allt viðburðir sem ráðherrar og aðrir ráðamenn væru nánast skyldugir til að mæta.

En nú er dagskráin breytt. frumsýningu Gerplu hefur verið seinkað og í staðinn kemur Oliver Twist og Mamma Gógó mætir til leiks á fyrsta degi nýs árs. „Þetta er góður dagur hjá Friðriki Þór, hann hefur frumsýnt áður á þessum degi og það hefur alltaf gengið vel,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir, einn framleiðandi myndarinnar, en Englar Alheimsins voru frumsýndir á þeim degi fyrir nákvæmlega tíu árum síðan. Englarnir slógu aðsóknarmet sem stóð í tæp sjö ár eða allt þar til Mýrin felldi hana af stalli sem vinsælasta mynd Íslandssögunnar frá því að skipulagðar mælingar hófust.

Guðrún upplýsir jafnframt að sérstök boðsýning verður þann 30.janúar sem tryggir Mömmu Gó Gó þátttökurétt í næstu Eddu. „Við vorum vel meðvituð um allar dagsetningar og boðsýningin er náttúrlega sett upp á þessum tíma meðal annars vegna Eddunnar,“ segir Guðrún sem sjálf mun hafa í nægu að snúast á annan í jólum því dóttir hennar, Melkorka, leikur einmitt í Oliver Twist. „Já, það var kannski gott að við færðum frumsýninguna, nú getur maður bara notið sýningarinnar hennar í rólegheitunum.“ -fggFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.