Enski boltinn

Kinnear stefnir á að snúa aftur 11. apríl

Elvar Geir Magnússon skrifar

Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, stefnir á að vera mættur aftur við stjórnvölinn hjá liðinu þegar það mætir Stoke þann 11. apríl. Hann gekkst undir þrefalda hjáveituaðgerð á hjarta á dögunum.

Kinnear er 62 ára og fékk þá skipun frá læknum að hvíla sig í tvo mánuði. „Hann hefur sett sér það markmið að snúa aftur gegn Stoke en ef ég þekki hann rétt þá kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi reyna að mæta fyrr til vinnu," sagði Derek Llambias, stjórnarmaður hjá Newcastle.

Kinnear var útskrifaður af spítala 21. febrúar en hann hefur verið í sambandi við þjálfaralið sitt símleiðis. Chris Hughton og Colin Calderwood verða áfram við stjórnvölinn þar til Kinnear mætir aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×