Lífið

Kvennó: Erum tilbúin að sanna að við séum betri en MH

Skólalíf skrifar

„Það er alveg fáránlega góð stemning, sérstaklega hérna í Kvennó. Okkur hefur alltaf líkað illa við MH og við erum nú tilbúin til að sanna að við séum betri skóli. Það verður staðfest á morgun í fyrsta skipti,“ segir Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar.

Kvennskælingar keppa á morgun við MH-inga á fyrsta Kvennó-MH deginum, en hann er haldinn að frumkvæði stjórna nemendafélaga skólanna. Hann hefst klukkan þrjú þegar nemendur skólanna fylkja liði og ganga niður að Miklatúni, þar sem þeir reyna með sér í ýmsum þrautum og leikjum, t.d. fótbolta, körfubolta, puttastríði og ýmsum fleiri greinum. Báðir skólar hafa valið sér keppendur í hverri grein sem takast á á morgun.

Um kvöldið takast svo málfundafélög skólanna á, annarsvegar í ræðukeppni og hinsvegar í spurningakeppni á milli kennara. Sindri segir það meðal annars gert svo kennararnir komi með í félagslífið með einhverju móti. Umræðuefni kvöldsins er Almúginn er leiksoppur og mælir lið Kvennaskólans með, en MH-ingar á móti. Hefst keppni málfundafélaganna klukkan 19:30 í MH.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.