Lífið

Kvennó: Erum tilbúin að sanna að við séum betri en MH

Skólalíf skrifar
„Það er alveg fáránlega góð stemning, sérstaklega hérna í Kvennó. Okkur hefur alltaf líkað illa við MH og við erum nú tilbúin til að sanna að við séum betri skóli. Það verður staðfest á morgun í fyrsta skipti,“ segir Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar.

Kvennskælingar keppa á morgun við MH-inga á fyrsta Kvennó-MH deginum, en hann er haldinn að frumkvæði stjórna nemendafélaga skólanna. Hann hefst klukkan þrjú þegar nemendur skólanna fylkja liði og ganga niður að Miklatúni, þar sem þeir reyna með sér í ýmsum þrautum og leikjum, t.d. fótbolta, körfubolta, puttastríði og ýmsum fleiri greinum. Báðir skólar hafa valið sér keppendur í hverri grein sem takast á á morgun.

Um kvöldið takast svo málfundafélög skólanna á, annarsvegar í ræðukeppni og hinsvegar í spurningakeppni á milli kennara. Sindri segir það meðal annars gert svo kennararnir komi með í félagslífið með einhverju móti. Umræðuefni kvöldsins er Almúginn er leiksoppur og mælir lið Kvennaskólans með, en MH-ingar á móti. Hefst keppni málfundafélaganna klukkan 19:30 í MH.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×