Lyfjanotkun beint í ódýrari lyf - milljarður sparast 15. febrúar 2009 17:06 Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. Breytt neyslumynstur sparar hálfan milljarð Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.Lyfjakostnaður barna lækkaður Í reglugerðinni sem nú tekur gildi er lyfjakostnaður allra barna lækkaður með því að börn, eða foreldrarnir sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrir lyfin, en almennt gjald vegna lyfja fyrir börn var áður það sama og hjá fullorðnum. Þessi breyting kostar ríkið um 80 milljónir á ári.Lyfjakostnaður atvinnulausra lækkar einnig Íþriðja lagi hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að setja í reglugerðina ákvæði um, að einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum greiði hér eftir sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar og mun lyfjakostnaður þeirra lækka með sama hætti og lyfjakostnaður barna. Á þessu stigi er ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins. Heilbrigðisráðuneytið mun fylgjast grannt með þróun mála hvað þetta varðar, og breyta, eða endurskoða, þennan þátt reglugerðarinnar, ef í ljós kemur að breytingin hefur ekki tilætluð áhrif.Skipting kostnaðar breytist Í fjórða lagi felur reglugerðin í sér að þök og gólf, eða reiknireglur, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga breytist, en greiðsluþökin hafa ekki breyst frá 1. janúar 2001, en frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað um 60%.Breytingin á að þökunum og gólfinu dregur úr lyfjakostnaðaraukningu sjúkratrygginga um 400 milljónir króna.Heildsöluverð og smásöluálagningu lækkað Í fimmta lagi hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heildsöluverð og smásöluálagningu. Þessi aðgerð skilar um 610 milljónum króna á ársgrundvelli.Hámarksafgreiðslureglan afnumin Í sjötta lagi er komið til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallað hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði. Viðbótarútgjöldin sem af þessu hljótast eru 110 til 140 milljónir króna. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. Breytt neyslumynstur sparar hálfan milljarð Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.Lyfjakostnaður barna lækkaður Í reglugerðinni sem nú tekur gildi er lyfjakostnaður allra barna lækkaður með því að börn, eða foreldrarnir sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrir lyfin, en almennt gjald vegna lyfja fyrir börn var áður það sama og hjá fullorðnum. Þessi breyting kostar ríkið um 80 milljónir á ári.Lyfjakostnaður atvinnulausra lækkar einnig Íþriðja lagi hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að setja í reglugerðina ákvæði um, að einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum greiði hér eftir sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar og mun lyfjakostnaður þeirra lækka með sama hætti og lyfjakostnaður barna. Á þessu stigi er ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins. Heilbrigðisráðuneytið mun fylgjast grannt með þróun mála hvað þetta varðar, og breyta, eða endurskoða, þennan þátt reglugerðarinnar, ef í ljós kemur að breytingin hefur ekki tilætluð áhrif.Skipting kostnaðar breytist Í fjórða lagi felur reglugerðin í sér að þök og gólf, eða reiknireglur, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga breytist, en greiðsluþökin hafa ekki breyst frá 1. janúar 2001, en frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað um 60%.Breytingin á að þökunum og gólfinu dregur úr lyfjakostnaðaraukningu sjúkratrygginga um 400 milljónir króna.Heildsöluverð og smásöluálagningu lækkað Í fimmta lagi hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heildsöluverð og smásöluálagningu. Þessi aðgerð skilar um 610 milljónum króna á ársgrundvelli.Hámarksafgreiðslureglan afnumin Í sjötta lagi er komið til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallað hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði. Viðbótarútgjöldin sem af þessu hljótast eru 110 til 140 milljónir króna.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira