Innlent

Óskiljanlegt að verja lögbrot

Bjarni Benediktsson Spyr hvernig á því standi að enginn velti fyrir sér hver beri ábyrgð á því að lánabók Kaupþings var lekið.fréttablaðið/anton
Bjarni Benediktsson Spyr hvernig á því standi að enginn velti fyrir sér hver beri ábyrgð á því að lánabók Kaupþings var lekið.fréttablaðið/anton

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fara þurfi yfir þær reglur sem gilda um aðgang að upplýsingum sem tengjast bankahruninu, í ljósi frétta síðustu daga af lánamálum Kaupþings. Í þeim efnum hafi stjórnvöld brugðist algjörlega.

Hann gagnrýnir einnig viðbrögð ráðamanna við fréttum helgarinnar.

„Mér finnst hafa fallið ótrúlega óábyrg orð í tengslum við það að þessi lánabók hefur verið gerð opinber," segir Bjarni, sem telur menn hafa farið fram úr sér.

„Það má ekki missa sjónar á því að það er alvarlegt að lánabók Kaupþings hafi verið birt. Það getur aldrei verið ásættan-legt að menn brjóti lög og mér finnst óskiljanlegt með öllu að menn séu að bera í bætifláka fyrir það þegar slíkt gerist."

Bjarni segist skilja vel að þarna séu á ferðinni mikilvægar upplýsingar sem geti átt erindi inn í umræðuna.

„En við viljum ekki að hérna verði hlutirnir bara eins og í villta vestrinu þar sem er í lagi að fara á svig við lög og reglur."

Þá bendir Bjarni á að þegar sé að störfum rannsóknarnefnd sem hefur rannsóknarheimildir langt umfram það sem annars þekkist.

Um lögbannið sem Kaupþing fór fram á, og sætt hefur mikilli gagnrýni, segist Bjarni skilja að mönnum þyki það umhugsunarvert, enda hafi það ef til vill ekki þjónað miklum tilgangi eftir að gögnin voru komin fram. - sh
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.