Innlent

Danir hafna íslendingum um félagslegar bætur

Bæjaryfirvöld í Danmörku eru í síauknum mæli byrjuð að hafna beiðnum Íslendinga um félagslegar bætur. Danir vísa í samninga Evrópska efnhagssvæðisins sem eru mun strangari en þeir samningar sem eru í gildi milli Norðurlandanna. Þrjú prófmál eru nú í gangi fyrir dönskum rétti.

Samkvæmt þeim samningum sem nú eru í gildi milli Norðulandanna geta íslendingar sótt um svokallaða start - hjálp frá dönskum bæjarfélögum. Um er ræða fimm þúsund krónur danskar eða sem nemur um eitt hundrað þúsund íslenskum krónum.

Íbúar Evrópska efnhagssvæðisins, utan Norðurlanda, eiga þó ekki rétt á þessari hjálp nema þeir séu búnir að starfa í Danmörku í að minnsta kosti tvö og hálft ár. Er það samkvæmt samningum Evrópska efnhagssvæðisins.

Bæjarfélög víðs vegar í Danmörku eru nú í sívaxandi mæli byrjuð að hafna beiðnum íslendinga um bætur og vísa þá í evrópsku samningana sem þau telja vera rétthærri en þeir samningar sem Norðulöndin hafa sín á milli.

Sigrún Þormar rekur nú þrjú prófmál fyrir sérstökum félagsmálarétti þar sem reynt verður að fá úr því skorið hvor samningurinn sé rétthærri.

„Mér finnst Danmörk vera algerlega búin að gleyma þessum samningi að hann sé til. Það eru komnar reglur milli Efnhagsbandalagslandanna sem Ísland er aðila að. það er alltaf vitnað í þann samning. Hann virðist að öllu leyti vera hærri þeim samningum sem voru gerðir hérna í gamla daga milli norðurlandanna og enginn vill muna eftir honum eða kannast við hann," segir Sigrún.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×