Viðskipti innlent

NIB afskrifaði 20% af lánum sínum til Íslands

Gunnar Örn Jónsson skrifar

Norræni fjárfestingabankinn (NIB), tapaði 280 milljónum evra á árinu 2008. Þar af tapaði hann samtals 140 milljónum evra á lánum til íslenskra fyrirtækja vegna fyrirtækjalána og annarra fjármálagerninga, en ekki um 70 milljónum evra eins og kom fram á Vísi og í fréttum RÚV.

Þetta er því helmingi hærri uppæð en áður hefur komið fram og samsvarar tap bankans til íslenskra fyrirtækja þar af leiðandi um 25,2 milljörðum íslenskra króna.

Heildarlán til íslenskra fyrirtækja og opinberra stofnana nam 729 milljónum evra, að sögn Sigurðar Þórðarsonar, stjórnarmanns í bankanum.

Afskriftarhlutfall af lánum bankans til Íslands nemur því um 20%, sem þýðir að af hverjum 5 krónum sem bankinn lánaði til Íslands, tapaði hann einni krónu.
Miðast þessir útreikningar við það að aðrir fjármálagerningar en lán séu undanskildir.

Hann telur að trúverðugleiki íslensku þjóðarinnar í heild sinni sé orðinn ansi takmarkaður hjá erlendum fjármálastofnunum.

„Þegar erlendar stofnanir á vegum Norðurlandaþjóða og eystrasaltsríkja eru farnar að neita Íslandi um fyrirgreiðslu er útlitið orðið mjög svart," segir Sigurður að lokum í samtali við Vísi.Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.