Innlent

Lýðræðishreyfingin langt frá fjölda meðmælenda

Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon
Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar fékk samtals 1.107 atkvæði á öllu landinu í kosningunum í gær sem er töluvert minna en meðmælin sem þarf til þess að bjóða fram í kosningum. Fjöldi meðmæla þarf að vera í kringum 1.800 og var Lýðræðishreyfingin því nokkuð langt frá þeim fjölda í í gær. Meðmælendur framboðsins kusu því ekki flokkinn en Ástþór hefur meðal annars skellt skuldinni á Ríkisútvarpið í þeim efnum.

Í viðtali í gærkvöldi þegar ljóst var að Lýðræðishreyfingin myndi ekki ná manni inn á þing sagði Ástþór niðurstöðuna fyrst og fremst vera áfellisdóm yfir Ríkisútvarpinu sem hefði ekki sýnt málefnum hreyfingarinnar jafn mikla athygli og öðrum framboðum.

Ef heildaratkvæði flokkanna eru skoðuð frekar má sjá að Frjálslyndir, sem þurrkuðust út í kosningunum, eru nokkuð vel yfir meðmælendafjölda með 4.148 atkvæði. Borgarahreyfingin er síðan töluvert hærri en frjálslyndir með 13.519 atkvæði og fjóra menn inni á þingi.

Framsóknarflokkurinn fékk 27.699 atkvæði, VG fékk 40.580 atkvæði, Sjálfstæðisflokkur 44.369 atkvæði og Samfylkingin trónir á toppnum með 55.758 atkvæði.

Auðir kjörseðlar voru 6.226 og ógildir 528. Alls kusu 193.934 í kosningunum en alls voru 227.864 á kjörskrá.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×