Innlent

Linda skildi marga eftir fjárhagslega og tilfinningalega gjaldþrota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Linda Björk Magnúsdóttir.
Linda Björk Magnúsdóttir.

Linda Björk Magnúsdóttir, sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að vera ólöglegur innflytjandi þar í landi er fyrrverandi forstöðumaður í sértrúarsöfnuði. Söfnuðurinn hét Frelsið, kristileg miðstöð, og var starfræktur á árunum 1995 - 2001.

Sigríður Lund Hermannsdóttir, útvarpskona á FM, var ein þeirra sem störfuðu með Frelsinu. Hún segir að margir þeirra sem störfuðu í þessari kirkju hafi farið illa út úr því. „Þetta splundraðist allt saman upp með þessu framhjáhaldi hennar við 20 ára strák í kirkjunni," segir Sigríður.

Sigríður segir að Linda Björk og eiginmaður hennar hafi skilið eftir sig tugmilljónaskuldir þegar safnaðarstarfinu lauk árið 2001. Skuldirnar hafi lent á fólki sem starfaði í söfnuðinum. Safnaðarstarfið hafi auk þess verið þannig að Linda Björk og eiginmaður hennar hafi drottnað mjög mikið yfir fólkinu sem starfaði í honum. Sigríður segir að Linda og eiginmaður hennar hafi því skilið marga eftir bæði fjárhagslega og tilfinningalega gjaldþrota. Fólk sé hins vegar búið að ná sér af þeirri lífsreynslu núna.


Tengdar fréttir

Magnús Þór: Hefur áhyggjur af dóttur sinni

Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður, er faðir Lindu Bjarkar, konunnar sem nú er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Linda Björk var stöðvuð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada en hún hafði ekki tilskylda pappíra til þess að komast inn í landið. Áður en hún var leidd fyrir dómara tókst henni að sleppa úr varðhaldi og upphófst mikil leit að henni. Hún var aftur handtekin í morgun og situr nú í fangelsi í Clinton sýslu í New York ríki.

Búið að handtaka íslensku konuna í Bandaríkjunum

Linda Björk Magnúsdóttir, konan sem lögreglan í Bandaríkjunum leitaði í nótt, náðist í morgun og er nú í haldi lögreglunnar. Konan slapp úr varðhaldi lögreglu á meðan hún beið þess að vera leidd fyrir dómara.

Íslensk kona eftirlýst í Bandaríkjunum

Lögregla í borginni Plattsburgh í New York ríki í Bandaríkjunum leitaði í nótt að Lindu Björk Magnúsdóttur, íslenskri konu sem slapp úr varðhaldi lögreglu á meðan hún beið þess að vera leidd fyrir dómara. Lögreglumenn úr borginni og frá alríkislögreglunni FBI hafa leitað að konunni sem er fjörutíu og tveggja ára gömul.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.