Körfubolti

Yngvi og Ari ráðnir þjálfarar Vals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yngvi Gunnlaugsson verður næsti þjálfari Vals.
Yngvi Gunnlaugsson verður næsti þjálfari Vals. Mynd/Stefán

Yngvi Gunnlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals og Ari Gunnarsson þjálfari kvennaliðsins í körfubolta.

Þetta staðfesti Lárus Blöndal, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, í samtali við Vísi í dag.

„Við erum að fara að hittast á næsta klukkutíma til að skrifa undir. Ég á því ekki von á öðru en að þetta gangi eftir," sagði Lárus.

Yngvi gerði Hauka að Íslandsmeisturum kvenna í vetur og Ari var þjálfari Hamars sem gerði góða hluti í Iceland Express-deild kvenna nú á nýliðnu tímabili.

Þeir eru báðir uppaldir Valsarar og segir Lárus að það hafi haft mikði að segja í ráðningu þeirra. „Án þess að ég sé að lasta aðra sem hafa verið með okkur þá finnst okkur mjög gott fá okkar eigið fólk til að rífa upp félagið með okkur. Báðir æfðu þeir körfubolta með Val sem strákar og því líst okkur mjög vel að fá þá aftur."

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.