Innlent

Atvinnulausir yfir 10.000

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Atvinnulausum heldur áfram að fjölga og eru meira en 10.000 einstaklingar án atvinnu samkvæmt vef Vinnumálastofnunar. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 400 frá því í lok seinasta mánaðar.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að atvinnuleysi sé rúmlega 5%. Í janúar 1995 mældist atvinnuleysi 7,3% en það takmarkaðist við ákveðnar greinar og landssvæði og var komið niður í 3% um sumarið.

11. desember eru 8205 manns skráðir atvinnulausir, en í lok nóvembermánaðar 6350. Vinnumálastofnun spáir vaxandi atvinnuleysi á næstu mánuðum. Gissur segir óspennandi að sjá þennan hóp stækka og það sé ekki verðmætaskapandi að greiða út atvinnuleysisbætur.

,,En Guð láti gott á vita. Ég hef aldrei heyrt um svo mikla rigningu að það stytti ekki upp að lokum," segir Gissur að lokum.

Tæplega 6300 karlmenn eru atvinnulausir og 3700 konur samkvæmt  Vinnumálastofnun.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 6200 skráðir atvinnulausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×