Viðskipti innlent

Ekki tryggt að fiskveiðiréttindi haldist hjá aðildarríkjum ESB

Framkvæmdastjórnin reifaði mögulegar leiðir í stað reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Mynd/ vilhelm.
Framkvæmdastjórnin reifaði mögulegar leiðir í stað reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Mynd/ vilhelm.

Ekki er tryggt að fiskveiðiréttindi haldist hjá aðildarríkjum innan ESB samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Þetta eru niðurstöður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem reifaðar eru í svokallaðri Grænbók um sjávarútvegsstefnu sambandsins. Skýrslan var kynnt á fyrr í vikunni.

Bendir framkvæmdastjórnin á að þess hafi orðið vart að ríki innan ESB stæðu í viðskiptum sín í milli með veiðiheimildir. Mikið ósamræmi væri orðið milli þess hve miklar veiðiheimildir aðildarríkin hefðu og raunverulega veiðigetu skipaflota þeirra. Framkvæmdastjórnin telur því mikilvægt að endurskoða regluna um hlutfallslegan stöðugleika.

Bendir framkvæmdastjórnin á þrennskonar lausnir í stað reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Í fyrsta lagi væri mögulegt að taka upp framseljanlegar veiðiheimildir. Önnur leið væri að halda reglunni í meginatriðum, en taka upp sérstaka þjóðarkvóta sem yrði í samræmi við þarfir skipaflota hverrar þjóðar. Þriðja leiðin væri að taka upp 12 mílna landhelgisreglu sem tryggði aðildarríkjum einkarétt á veiði innan þeirra landhelgi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.