Innlent

Eiríkur hættir - Davíð einn eftir

Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson.
Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson.

Eiríkur Guðnason einn þriggja bankastjóra Seðlabankans stefnir að því að láta af embætti bankastjóra þann 1.júní næstkomandi. Áður hefur Ingimundur Friðriksson gefið út að hann hyggist láta af embætti. Davíð Oddsson ætlar hinsvegar að sitja áfram.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi bankastjórunum þremur bréf eins og kunnugt er þar sem hún fór þess á leit að þeir segðu starfi sínu lausu. Ingimundur varð við þeirri beiðni en Eiríkur var ósáttur með ósk forsætisráðherra og sagðist ekki geta orðið við beiðninni.

Jóhanna og Eiríkur hafa átti í bréfaskriftum síðan þá og í bréfi sem hann sendi forsætisráðherra í gær segist hann stefna að því að láta af embætti þann 1.júní.

Bréf Eiríks má sjá hér að neðan:

Forsætisráðherra

Fr. Jóhanna Sigurðardóttir

Forsætisráðuneytinu

Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg

Efni: Bréf yðar dagsett 8. febrúar 2009

Ég þakka fyrir það sem þér segið í framangreindu bréfi um mig. Enn-fremur fagna ég því, sem segir í bréfinu, að forsætisráðherra vilji tryggja svo sem kostur er að sem minnst röskun verði á starfsemi Seðla-banka Íslands við fyrirhugaðar stjórnskipulagsbreytingar. Í ljósi þessa stefni ég nú að því að biðjast lausnar frá embætti bankastjóra frá og með 1. júní næstkomandi og mun bréf því til staðfestingar verða sent í tæka tíð.

Virðingarfyllst

Eiríkur Guðnason

bankastjóri





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×