Erlent

Treystu á Guð frekar en lækna

Óli Tynes skrifar
Mynd/Ian Britton

Nokkrir trúflokkar í Bandaríkjunum leggja allt sitt í hendur Guðs og sóknarbörnin leita aldrei til læknis, hvað sem á gengur.

Slíkum söfnuði tilheyra Dale og Leilani Neumann. Þau vissu því ekki að ellefu ára dóttir þeirra var alvarlega sykursjúk.

Og þótt hún yrði máttfarnari og máttfarnari leituðu þau ekki til læknis. Undir það síðasta gat hún hvorki talað né borðað.

Jafnvel þegar hún féll meðvitundarlaus í gólfið var ekki hringt í neyðarlínuna. Fyrir rétti sögðu foreldrarnir að þau hefðu trúað því að Guð myndi lækna hana og þau hefðu ekki trúað því að hún myndi deyja.

Hjónin sögðu að þau hefðu beðið ákaft til Guðs um að hann læknaði telpuna. Það tóku dómstólar ekki til greina sem afsökun og þau voru sakfelld fyrir að bera ábyrgð á dauða hennar með vansækslu.

Hjónin eiga yfir höfði sér allt að tuttugu og fimm ára fangelsi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.