Innlent

Davíð Oddsson á Austurvelli

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Davíð Oddsson er mættur á samstöðufund á Austurvelli.
Davíð Oddsson er mættur á samstöðufund á Austurvelli.

Um þrjúþúsund manns eru mættir á samstöðufund á Austurvelli, en þar á meðal er Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra.

Fundurinn er haldinn að frumkvæði InDefence hópsins, sem tekið hefur virkan þátt í umræðunni um Icesave samkomulag stjórnvalda.

Fundinum er ætlað að sýna þingmönnum, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðsamfélaginu að Íslendingar standi saman og vilji sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin getur staðið við, að því er segir í heilsíðu auglýsingu hópsins í Morgunblaðinu í morgun.

Að sögn fréttamanns á staðnum er vel tekið undir í ræðuhöldunum og mörgum mikið niðri fyrir, þó að öðru leyti fari allt friðsamlega fram.

Einhverjir hafa tekið með sér spjöld til að koma skilaboðum á framfæri, en það mun þó vera minna en oft áður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.