Innlent

Tuttugu mótmælendur hafa læst sig við vinnuvélar á Hengilssvæðinu

Frá mótmælum Saving Iceland í fyrrasumar.
Frá mótmælum Saving Iceland í fyrrasumar.

Umhverfishreyfingin Saving Iceland stöðvaði í morgun vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Saving Iceland.

Þar segir að Um 20 aðgerðarsinnar hafi læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána með áletruninni ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen". Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins.

Þá segist Saving Iceland hafa verið með samstöðuaðgerðir við höfuðstöðvar Glencore og Alcoa í Sviss auk þess sem allir ræðismenn Íslands í Sviss og Sendiherra hafi fengið send mótmælabréf. Mótmæli hafi einnig átt sér stað fyrir utan ræðismannaskrifstofu Íslands í Mílan, Sendiráð Íslands í Róm og höfuðstöðvar Impregilo í Mílan. Hér á landi hafi Saving Iceland skipulagt tvær aðgerðir gegn Norðuráli og tvær gegn Landsvirkjun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.