Körfubolti

Hlynur og Pálína best

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Bæringsson og Pálína Gunnlaugsdóttir.
Hlynur Bæringsson og Pálína Gunnlaugsdóttir. Myndir/Daníel

Hlynur Bæringsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru valin bestu leikmenn Iceland Express deilda karla og kvenna á lokahófi KKÍ í gærkvöldi.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Hauka, var valinn besti ungi leikmaður Iceland Express deildar kvenna og Sigurður G. Þorsteinsson, Keflavík, í karlaflokki.

Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn, fjórða árið í röð.

Fréttablaðið fékk fjölmiðlaverðlaunin og vefsíðan karfan.is fékk heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína um körfubolta í vetur.

Viðurkenningar í Iceland Express deild karla:

Úrvalslið:
Brenton Birmingham, Njarðvík
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Hreggviður Magnússon, ÍR
Hlynur Bæringsson, Snæfelli

Besti varnarmaðurinn: Hlynur Bæringsson, Snæfelli
Besti erlendi leikmaðurinn: Darrell Flake, Skallagrími
Besti þjálfarinn: Sigurður Ingimundarson, Keflavík
Prúðasti leikmaðurinn: Axel Kárason, Skallagrími.

Viðurkenningar í Iceland Express deild kvenna:

Úrvalslið:
Hildur Sigurðardóttir, KR
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum
Sigrún Ámundadóttir, KR
Signý Hermannsdóttir, Val

Besti varnarmaðurinn: Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.
Besti erlendi leikmaðurinn: TaKesha Watson, Keflavík.
Besti þjálfarinn: Jón Halldór Eðvarðsson, Keflavík.
Prúðasti leikmaðurinn: Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík.

Úrvalslið 1. deildar karla:
Rúnar Ingi Erlendsson, Breiðabliki
Kristján Rúnar Sigurðsson, Breiðabliki
Árni Ragnarsson, FSu
Steinar Kaldal, Ármanni
Sævar Sigurmundsson, FSu

Besti þjálfarinn: Einar Árni Jóhannsson, Breiðabliki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.