Innlent

Fréttamannafundur eftir hádegi vegna stóra hassmálsins

Fíkniefnalögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa yfirheyrt Hollendinginn sem tekin var með hátt í 200 kíló af hassi í húsbíl sínum í fyrradag en ekki er gefið upp hvort hann hefur vísað á innlenda vitorðsmenn.

Maðurinn, sem er um sjötugt, mun í áranna rás hafa verið viðriðinn smygl á fíkniefnum hér og þar í heiminum. Lögregla verst frétta um hvort einhverjir íslendingar hafI verið yfirheyrðir eða handteknir vegna rannsóknarinnar en það skýrist væntanlega á fréttamannafundi sem lögreglan ætlar að halda eftir hádegið vegna málsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.